top of page

Um ljósmyndarann

Helena_Stefánsdóttir_2018
„EITT LÍTIÐ AUGNABLIK“
Börn gera oftast eins og þau vilja og þá er um að gera að fanga AUGNABLIKIÐ.
Helena Stefánsdóttir
Ég hef margra ára reynslu af allskonar ljósmyndun og hef meðal annars boðið uppá útimyndatökur í yfir 25 ár. 
Ég lærði ljósmyndun í Foto­skolan í Gautaborg og útskrifaðist þaðan með sveinspróf árið 1991, en ég 
starfaði í Svíþjóð um margra ára skeið.
Ég lauk sveinsprófi í grafískri miðlun/prentsmíð frá Tækniskólanum í Reykjavík 2014 og meistaraprófi í ljósmyndun og prentsmíð, frá Meistaraskólanum 2016.

 

Verkefnin eru fjölbreytt allt frá iðnaðar- og atvinnulífsmyndum til ungbarnamyndatöku.
Eftirlætis myndefnið er fólk, en í stórborgum er það götulífið sem heillar mest.
Annað: Þar sem um mannlífsmyndir er að ræða er ekki gerlegt að ná í alla þá sem eru með á myndum á vefsíðunni. Þeir sem ekki vilja það, geta haft samband svo hægt sé að fjarlægja viðkomandi mynd af síðunni. 
  


Ljósmyndir Helenu Stefáns Ármúla 19, Reykjavík 

Sími: 866 3314 

Allar ljósmyndir eru eign ljósmyndarans og ekki er heimilt að afrita þær, nota eða breyta á neinn hátt.

​Séróskir þarf að ræða áður en myndataka fer fram.

Success! Message received.

bottom of page